fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Fjarskiptasjóður styrkir uppbyggingu Neyðarlínu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag staðfestu Sigurður Ingi Jóhannsson,  samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar fjarskiptasjóðs og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, samkomulag um allt að 71 m.kr. framlag sjóðsins til eftirtalinna verkefna Neyðarlínu árið 2019:

  1. Lagning ljósleiðara frá Bláfellshálsi á Kili að Kerlingarfjöllum og Hveravöllum samhliða lagningu rafstrengs til að bæta öryggi og rekstrarskilyrði á svæðinu.
  2. Lagning ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar sem fyrri hluti hringtengingar á Austfjörðum og til að bæta öryggi og búsetuskilyrði íbúa í Mjóafirði.
  3. Bygging þriggja fjarskiptastaða til að bæta farsímaþjónustu á svæðum vestan við Snæfellsjökul, kringum Krossholt á Barðaströnd og á hringveginum syðst á Holtavörðuheiði.

Eignarhald verður eftir sem áður hjá Öryggisfjarskiptum ehf. sem er í eigu ríkis og Neyðarlínu. Fyllstu hagkvæmni verður gætt í ofantöldum framkvæmdum með fjárframlagi helstu hagsmunaaðila eins og við á. Tryggt verður jafnframt að aðgengi og gjald fyrir afnot af þessum innviðum sé hagkvæmt og byggi á jafnræði.

Árangursríkt samstarf

Fjarskiptasjóður og Neyðarlínan ohf. hafa átt samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða í yfir 10 ár. Fjölmargir fjarskiptastaðir um land allt hafa ýmist verið efldir eða byggðir frá grunni á grundvelli þess. Tilgangurinn hefur einkum verið bætt farsímasamband á þjóðvegum, fjölförnum ferðamannastöðum, rýmingarsvæðum við eldstöðvar og út á haf.

Sérstök áhersla hefur verið á orkuskipti í rekstri afskekktra fjarskiptastaða síðustu ár. Flestir slíkir staðir á landinu, sem áður fengu rafmagn frá staðbundnum díselrafstöðvum með tilheyrandi mengum og kostnaði, hafa verið færðir yfir á vistvænni orkugjafa. Sambærileg uppfærsla fleiri staða er í undirbúningi.

Samstarf fjarskiptasjóðs og Neyðarlínu um lagningu ljósleiðara hefur jafnframt aukist síðustu ár. Stærsta verkefnið af þeim toga var lokaáfangi hringtengingar Vestfjarða með ljósleiðara um Ísafjarðardjúp árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag