fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Ferðamenn í maí tæplega 40 þúsund færri en í fyrra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 40 þúsund færri ferðamenn fóru frá Keflavíkurflugvelli í maí samanborið við maí í fyrra. Fækkun milli ára nemur 23,6 prósentum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Samkvæmt tilkynningu hefur ferðamönnum fækkað alla mánuði þessa árs, 5,8 prósent í janúar, 6,9 prósent í febrúar, 1,7 prósent í mars, 18,5 prósent í apríl og svo 23,6 í síðasta mánuði.

Það sem af er ári hafa 702 þúsund erlendir ferðamenn farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll, eða 11,2 prósent færri en í fyrra.

Af einstaka þjóðernum voru flestar brottfarir í maí tilkomnar vegna Bandaríkjamanna sem fyrr segir. Þjóðverjar voru í öðru sæti hvað fjölda varðar eða níu þúsund talsins og fækkaði þeim um 23,8% milli ára og Bretar í þriðja sæti eða tæplega níu þúsund og fækkaði þeim um 16%.

Samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu fækkaði mest farþegum frá Bandaríkjunum sem voru 38,7 prósent færri en í fyrra, og áberandi fækkun farþega frá Ísrael eða 64,4 prósent færri.

Jakob Frímann Magnússon og Kristófer Óliversson, skrifuðu grein í Fréttablaðið í dag þar sem þeir skoruðu á ríkisstjórnina að bregðast við alvarlegum vanda sem íslenska ferðaþjónustan horfist nú í augu við. Erlend flugfélög hafa látið af íslandsflugi eða minnkað það mikið og samkvæmt ofangreindum tölum frá Ferðamálastofu er marktæk fækkun ferðamanna á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag