fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dóra Björt vill áfengi í verslanir en ekki hlandvolgt öl – „Þannig verður góð borg ennþá betri“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 09:16

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, styður tillögur Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokunarverslun ríkisins með áfengi. Þá skorar hún einnig á Vínbúð ÁTVR í Austurstræti að fá sér bjórkæla, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, óskaði eftir að yrðu fjarlægðir árið 2007. Segir hún að Vilhjálmur hafi reynt að losna við rónana með því að neyta þeim um kaldan bjór, sem sé skammsýni:

„Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“

er haft eftir Dóru Björt í Fréttablaðinu, en hún skrifar einnig um þetta á Facebook síðu sína.

Þá er einnig haft eftir Dóru Björt að henni hugnist ekki neyslustýring:

„Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“

Fréttablaðið hefur eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að húsnæðið í Austurstræti bjóði ekki upp á stóran kæli, en hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þurfa því gestir miðborgarinnar að láta sér lynda „hlandvolgt“ öl að sinni.

Umdeilt mál

Dóra segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn í borginni leggi fram slíka tillögu, þar sem þeir hafi haft völd á Alþingi í áratugi. Hún segist samt styðja tillögu þeirra, líkt og aðrir Píratar gerðu, Viðreisn og tveir fulltrúar Samfylkingarinnar. Tillagan mætti þó andstöðu eins borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Arnar Þórissonar, sem og hjá Flokki fólksins, Miðflokknum, Sósíalistum og VG.

Líkt og Eyjan greindi frá í gær hafa aldrei fleiri Íslendingar viljað fá léttvín eða bjór í matvöruverslanir, eða 44 prósent, samkvæmt könnun Maskínu.

Sjá nánar: Aldrei hafa fleiri Íslendingar viljað fá bjór og léttvín í matvöruverslanir – Stendur þó ekki til hjá stjórnvöldum

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki