fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir: „Breaking news!!!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 09:05

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins mun þurfa að skipa þriggja manna nefnd sem tekur afstöðu til kæruefnis Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, vegna aðdragandans að sveitarstjórnarkosningunum 2018, er lítur að smáskilaboðum frá borginni til innflytjenda, eldri borgara og ungs fólks, sem hvatt var til að kjósa. Er þetta úrskurður dómsmálaráðuneytisins og greinir Vigdís Hauksdóttir frá þessu sjálf á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi:

„BREAKING NEWS !!! Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins skipi þriggja manna nefnd til að taka afstöðu til kæruefnis míns um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Jafnframt felldi ráðuneytið úr gildi ákvörðun sýslumanns að vísa kæru minni frá. Ábyrgðarbréf þessa efnis beið mín er ég kom heim af borgarstjórnarfundi undir miðnætti.“

Persónuvernd hafði komist að því að Reykjavíkurborg, Þjóðskrá, og tveir starfsmenn Háskóla Íslands hefðu ekki farið eftir ákvæðum þágildandi persónuverndarlaga og ákvað Vigdís að kæra. Kæru Vigdísar var vísað frá í fyrstu, þar sem kærufrestur var liðinn, en Vigdís hélt því fram að nýr kærufrestur hefði hafist daginn eftir úrskurð Persónuverndar.

 

Sjá einnig: Reykjavíkurborg framdi lögbrot þegar hún sendi ungum kjósendum sms

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“