fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
Eyjan

Rólegheit í skoðanakönnunum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:55

Lj—smynd: Bragi Þ—r J—sefsson S: 898-7290 www.bragi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir sem eru gerðar um fylgi flokka á miðju kjörtímabili segja oft ósköp lítið.

Við höfum séð tvær kannanir undanfarna daga, aðra frá Gallup, hina frá MMR. Svona lítur þetta út hjá Gallup:

Og þetta er könnun MMR:

Mestanpart er þetta vel innan skekkjumarka. Það eru engar sveiflur sem tíðindum sæta. Samfylkingin er há í Gallupkönnuninni, en Píratar aftur með gott fylgi hjá MMR en Samfylkingin aftur lægri.

Það vekur svo athygli að fylgi Miðflokksins er stöðugt kringum 10 prósent. Þetta er svipað því og flokkurinn fékk í kosningunum 2017. Hann hefur endurheimt fylgi sitt eftir lægðina vegna Klausturmálsins, en deilurnar um orkupakkann virðast ekki vera að skila honum auknu fylgi.

Orkupakkinn er vissulega umdeildur, en þátttaka í mótmælum vegna hans og undirskriftasöfnun bendir ekki til þess að andstaðan við hann sé orðin að raunverulegri fjöldahreyfingu. Við erum að lifa frekar rólega tíma í pólitík miðað við það sem hefur verið undanfarinn áratug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“