fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Óskað eftir ábendingum um Reykvíking ársins 2019

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórinn í Reykjavík óskar nú í níunda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins, samkvæmt tilkynningu.

Til greina koma aðeins einstaklingar, sem hafa verið til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavíkurborg til góða á einhvern hátt.

Slíkur borgari gæti t.d. verið einhver sem heldur borginni hreinni, eða einhver, sem hefur haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt eða hefur gert Reykjavíkurborg gott á undanförnum árum með einhverjum öðrum hætti en án þess þó að fá greitt fyrir störf sín.

„Það eru svo ótal margir Reykvíkingar sem eru að vinna óeigingjarnt starf í þágu borgarinnar á degi hverjum og þessu fólki ber að þakka. Ég hvet alla þá sem vita af slíkum einstaklingum að senda inn tilnefningu um Reykvíking ársins 2019, “

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Sú hefð hefur myndast á undanförnum árum að Reykvíkingur ársins rennir fyrstur fyrir lax í Elliðaánum ásamt borgarstjóra í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur árnar á leigu. Bergþór Grétar Böðvarsson, var valinn Reykvíkingur ársins 2018, fyrir frumkvæði að stofnun og starfsemi knattspyrnufélagsins FC Sækó sem hann hefur varið ómældum tíma í jafnt innan sem og utan vallar.

Ábendingar um einstaklinga eru vel þegnar og ber að senda þær inn ásamt rökstuðningi um það hvers vegna viðkomandi einstaklingur á heiðurinn skilinn á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til skrifstofu borgarstjóra merkt Reykvíkingur ársins fyrir fimmtudaginn 13. júní 2019.

Þriggja manna dómnefnd velur Reykvíking ársins úr innsendum tillögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag