fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Háskóli Íslands í eftirsóttum hópi á alþjóðavísu: „Tvímælalaust á réttri leið að þessu leyti og því ber að fagna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands er í hópi þeirra 25 háskóla sem standa fremst á alþjóðavísu í samstarfi við atvinnulíf og erlenda háskóla um rannsóknir samkvæmt nýju mati U-Multirank, óháðs vefvettvangs sem metur frammistöðu háskóla á ýmsum sviðum og á m.a. að aðstoða stúdenta við að bera saman háskóla á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þetta er í sjötta sinn sem U-multirank, sem nýtur m.a. stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forystu sérfræðinga í málefnum æðri menntastofnana, birtir yfirlit yfir frammistöðu háskóla. Mat vettvangsins nær til 1.711 skóla í 96 löndum. Horft er til kennslu og náms innan háskólanna, rannsókna, miðlunar þekkingar (e. knowlegde transfer), alþjóðlegra tengsla og áhrifa í héraði/samfélagi. Matið byggist m.a. á gögnum frá skólunum sjálfum, upplýsingum úr alþjóðlegum gagnabönkum og könnunum meðal á annað hundrað þúsund stúdenta í þátttökuskólunum.

Ólíkt matskerfi

Listar U-Multirank er ólíkir ýmsum öðrum alþjóðlegum listum yfir frammistöðu háskóla að því leyti að ekki er lögð áhersla að raða skólunum í árangursröð út frá samsettum kvörðum eða vegnu meðaltali fyrir skólann í heild. Markmiðið er þess í stað að birta gagnsæja mynd af frammstöðu og styrk háskóla á einstökum fræðasviðum. Matið gerir þannig nemendum kleift að bera saman skóla innan tiltekinna landa, út frá tilteknum fræðasviðum eða tengslum við atvinnulíf og alþjóðasamfélagið og taka þannig ígrundaða ákvörðun um val á skóla og námi. Mat U-multirank er því t.d. ólíkt mati Times Higher Educaton, sem nefnist World University Rankings, og Shanghai-listanum yfir bestu háskóla heims, en þess má geta að Háskólinn hefur komist á þá báða undanfarin ár.

Samhliða nýjum samanburðarlista fyrir háskólana birtir U-multirank lista yfir 25 skóla sem þykja skara fram úr á tíu sviðum. Þar er m.a. horft til starfsnámsmöguleika fyrir nemendur, endurmenntunarmöguleika fyrir atvinnulíf, fjölda einkaleyfa, rannsóknarvirkni starfsmanna, tilvitnana í rannsóknir, möguleika til skiptináms við og frá háskólanum, birtinga rannsóknarniðurstaðna í samstarfi við atvinnulíf og sams konar birtinga í samstarfi við erlendar vísindastofnanir. Háskóli Íslands kemst á síðastnefndu tvo listana en þeir undirstrika öflugt samstarf við atvinnulíf og alþjóðlegt vísindasamfélag um rannsóknir.

Samstarf er lykillinn

„Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir Háskóla Íslands. Samstarf við ólíka aðila er lykillinn að áhrifum Háskólans á bæði samfélagið og umheiminn. Háskóli Íslands leggur áherslu á samstarf bæði innan lands og utan og á m.a. í öflugu samstafi við margar bestu vísindastofnanir heims. Þá hefur skólinn lagt sérstaka áherslu á kröftuga samvinnu við atvinnulíf á undanförnum misserum. Niðurstaða U-Multirank staðfestir að Háskóli Íslands er tvímælalaust á réttri leið að þessu leyti og því ber að fagna,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Lista U-Multirank yfir 25 fremstu háskólana á afmörkuðum sviðum má finna á heimasíðu vettvangsins: https://www.umultirank.org/university-rankings/top-performing-universities/2019/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag