fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Sögulegt tilboð hjá Strætó í júní – „Erum mjög spennt fyrir þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. júní 2019 14:30

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó b.s og Hannes Rúnar Hannesson sölustjóri Meniga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga og Íslandsbanki hófu nú í júní samstarf við Strætó þar sem markmiðið er að leggja einkabílnum og styðja þannig við vistvænar samgöngur. Samstarfið felur í sér að fyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum endurgreiðslutilboð í Strætó allan júní mánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem veittur er afsláttur af fargjöldum Strætó hér á landi, segir í tilkynningu.

„Við hjá Strætó erum mjög spennt fyrir þessu verkefni og vonum að sem flestir geti nýtt sér tilboðið. Strætó er ekki aðeins vistvænn samgöngumáti heldur er hann einnig hagkvæmur valkostur. Samkvæmt tölum frá FÍB, þá kostar um milljón krónur á ári að reka bíl á meðan að árskort í Strætó kostar 66.400 kr,“

segir Markús Vilhjálmsson, sölustjóri Strætó.

Tvær ferðir á verði einnar

Tilboðinu er ætlað að hvetja fólk til að prófa að taka Strætó og tilboðið, sem gildir út júní, er 50% endurgreiðsla af tveimur stökum ferðum keyptum í gegnum Strætó appið. Ein stök ferð með Strætó kostar 470 krónur.

Strætó er vistvænni og ódýrari kostur

„Hjá Meniga leggjum við mikla áherslu á að hjálpa fólki að bæta fjárhagslega heilsu sína og rekstur bíls er einn af stóru útgjaldaliðunum á mörgum heimilum. Það kostar mikið að reka bíl og við sjáum það í okkar gögnum að meðalheimilið eyðir um 90.000 kr. á mánuði í slíkan rekstur. Bílalán, tryggingar, viðhald og eldneyti – allt saman kostar þetta sitt. Að sama skapi er okkur mjög annt um að vekja athygli á því hvernig einstaklingsneysla hefur áhrif á umhverfið. Raunar teljum við það haldast í hendur, annarsvegar að fara skynsamlega með peningana sína og hinsvegar að fara vel með plánetuna okkar. Vonin er þetta verkefni vekji fólk til umhugsunar og stuðli að lífsstílsbreytingu þar sem útgjöld í eldsneyti lækka á sama tíma og við styðjum við viðstvæna samgöngumáta,“

segir Guttormur Árni Ársælsson, þjónustustjóri hjá Meniga.

Viðskiptavinir Íslandsbanka og notendur Meniga geta nýtt sér endurgreiðslutilboðið í fríðindakerfi Íslandsbanka, Fríðu, eða í Meniga appinu fyrir Android eða iOS síma. Til þess að nýta sér tilboðið virkjar viðkomandi tilboðið og greiðir með greiðslukorti sem er tengt í appinu. Afslátturinn er síðan endurgreiddur beint inn á reikning í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar