fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Þrautgóðir á raunastund: Á fimmta þúsund Íslendinga fórst í sjó á 20. öld

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. júní 2019 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég deili þessu hérna í tilefni af sjómannadeginum. Þetta er viðtal við Steinar J. Lúðvíksson rithöfund. Fjallað er um endurútgáfu á völdum köflum úr bókaflokknum Þrautgóðir á raunastund – björgunar- og sjóslysasögu Íslands sem út kom í nítján bindum á sínum tíma.

Í þessu innslagi sem birtist í Kiljunni er sagt frá miklum mannsköðum. Steinar hefur tekið saman lista yfir Íslendinga sem fórust í sjó á 20. öld og segir að þeir séu á fimmta þúsund. Það er gríðarlegt manntjón. „Það þurrkast stundum út ungir karlmenn í byggðarlögum á einum óveðursdegi,“ segir Steinar í viðtalinu.

Þarna er fjallað um fræg og skelfilega atburði,  Halaveðrið, Nýfundnalandsveðrið, hið skelfilega óveður í febrúar 1968 þegar 26 menn fórust í Ísafjarðardjúpi, en líka björgunarafrek eins og við Látrabjarg 1947 og þegar mönnum af togaranum Agli rauða var bjargað við Grænuhlíð 1955.

Við hljótum að gleðjast yfir framförum. Með betri skipum, bættri tækni, meiri umhyggju fyrir mannslífum og auknum slysavörnum upplifum við nú ár þegar enginn Íslendingur ferst í sjó. Það er mikið gleðiefni.

Myndefnið í þessu innslagi er einstakt, þarna má meðal annars sjá brot úr hinni frægu mynd sem Óskar Gíslason gerði um björgunarafrekið við Látrabjarg.

Til hamingju með daginn íslenskir sjómenn – og fjölskyldur þeirra. Við skulum minnast þeirra af virðingu sem fórnuðu lífi sínu í baráttunni við Ægi.

Hér er hlekkur á Kiljuinnslagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti