fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hættulegasti maður heims vill auðsveipa Breta

Egill Helgason
Laugardaginn 1. júní 2019 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton hefur verið kallaður hættulegasti maður heims. Bolton þráir stríð við Íran. Það gæti orðið slíkur hildarleikur að veröldin hefur ekki séð annað eins síðan á tíma heimsstyrjaldarinnar – Íraksstríðið gæti virst sem barnaleikur við hliðina á því.

Íranir eru fjölmenn þjóð með sterka þjóðarvitund. Þeir myndu berjast af hörku. Shía-múslimar í Írak myndu blandast í leikinn. Íranir eiga bandamenn í Sýrlandi og Líbanon. Óvinir Írana í Ísrael og Saudi-Arabíu gætu dregist inn í átökin. Og svo eru það stórveldin Kína og Rússland sem myndu illa sætta sig við hernað gegn Íran.

Evrópa myndi ekki taka þátt í slíku stríði en hún myndi súpa seyðið af því, þá er ekki bara talað um efnahagsleg áhrif, heldur líka straum flóttamanna sem myndi halda í átt til Evrópu – hann gæti orðið meiri en í Sýrlandsstríðinu.

Þetta væri líkt því að bera eld að púðurtunnu.

John Bolton talar nú um að Bandaríkin vilji að að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Það yrði sigur lýðræðisins, telur hann. Bolton segir að þetta muni koma Bandaríkjunum til góða innan Atlantshafsbandalagsins. Það sé kostur „að hafa að hafa þar annað sterkt og sjálfstætt ríki, sem styrkir Nató og gerir það enn skilvirkara.“

Það er ekki erfitt að lesa á milli línanna. Þýskaland og Frakkland hafa verið treg til að taka þátt í hernaðarævintýrum Bandaríkjanna. Vildu ekki vera með í Íraksstríðinu. Það var Evrópusambandið sem beitti sér fyrir kjarnorkusamningnum við Íran sem Donald Trump tætti í sundur – jafnvel þótt öllum eftirlitsaðilum bæri saman um að hann hefði skilað árangri.

En Bolton á sér þá von að Bretar, þegar þeir hafa gengið úr ESB, verði auðsveipir og þægir Bandaríkjunum og styðji þá í hvers kyns hernaðarbrölti. Það er reyndar hefð fyrir þessu frá því þegar breska stjórnin elti haukana í Washington, menn af sauðahúsi Boltons, út í Íraksstríðið – sem hefur verið kallað stærsta glappaskot 21. aldarinnar, afsprengi hroka og flónsku,.

En eins og fyrr segir – stríð í Íran gæti orðið miklu verra. Það má svo sjá að Donald Trump nærir svipaðar vonir um framtíð Bretlands og Bolton, það hljóta að teljast fáheyrð afskipti bandarísks forseta af innanlandsmálum þegar hann lýsir stuðningi við Boris Johnson í leiðtogakjöri í Íhaldsflokknum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki