fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Ætla að snúa hverri krónu við og leita leiða til að gera betur segir fjármálaráðherra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. maí 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkoma ríkissjóðs getur hugsanlega versnað um allt að 35 milljarða á þessu ári og jafn mikið á næsta ári ef ekki verður gripið til mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu um endurskoðun á fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna að nú sé rétti tíminn til að snúa hverri krónu við og skoða leiðir til að gera betur. Haft er eftir honum að gripið verði til fjölbreyttra ráðstafana upp á um 10 milljarða á ári.

Ein af hugmyndunum sem er uppi á borðinu núna er að seinka lækkun bankaskatts um eitt ár. Einnig er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Þar á meðal er uppbygging á Stjórnarráðsreitnum sem og að hliðra til með ferli uppbyggingar Nýsköpunarsjóðs. Útgreiðslur vegna þyrlukaupa verða einnig færðar til.

Einnig hefur verið unnið að ýmsum umbótaverkefnum til að tryggja að betur sé farið með opinbert fé. Verið er að meta útgjöld og skoða hvort hægt sé að gera betur. Þetta segir Bjarni að eigi að skila ákveðinni hagræðingu á næstu árum. Stafræn opinber þjónusta á einnig að skila hagræðingu. Þegar upp er staðið á þetta að skila nokkrum milljörðum sem stuðla að hallalausum ríkisrekstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“