fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Stórkostlegir þættir um Tsjérnóbýl

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. maí 2019 11:17

Chernobyl Episode 3, debut 5/20/19: Alex Ferns. photo: Liam Daniel/HBO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Tsjernóbýl eru eitthvað það magnaðasta sem maður hefur séð í sjónvarpi í lengri tíma. Fólk af minni kynslóð man líklega flest hvar það var þegar tíðindin fóru að berast af þessum hræðilegu atburðum um mánaðarmótin apríl/maí 1986. Allt fannst manni þetta nánast lyginni líkast – hvernig reynt var, eðli Sovétríkjanna samkvæmt, að hylma yfir slysið, og hvernig geislavirkni fór svo að mælast í nálægum ríkjum, ekki síst á Norðurlöndunum.

Þetta er ekkert sérlega gleðilegt áhorf. Samfélagið sem er lýst er dapurt, grámyglulegt, einhvern veginn úrvinda. Grundvöllurinn eru lygar, hræsni og þjónkun við spillt vald. Sovétríkin voru þarna komin á síðasta snúning. Þættirnir minna okkur á hvað þetta var ömurlegt samfélag.

Sviðsetningin í borginni Prypyat og sjálfu kjarnorkuverinu er mögnuð. Hvernig hermenn, tæknimenn og námamenn eru settir í að stöðva eldsvoðann og síðar lekann úr kjarnorkuverinu – og gjalda margir fyrir með lífi sínu eftir að hafa orðið fyrir geislavirkni. Í því samhengi voru mannslífin heldur ódýr. Og svo hreinsunin, borgin sem er yfirgefin, dýrum sem er slátrað í massavís, skógar sem eru felldir. Svo eru það vísindamennirnir sem reyna að finna leiðir til að lágmarka skaðann og eru að leita skýringa – í samfélagi þar sem allt er hjúpað leynd, yfirhylming er innsta eðli kerfisins sjálfs, og enginn vill bera ábyrgð á neinu.

Þetta er magnað sjónvarpsefni, ekki beinlínis upplífgandi, á mörkum þess að vera hryllingsmynd á köflum – og bráðspennandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti