fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Össur spáir í framtíðina og segir Guðmund Inga „grútmáttlausan umhverfisráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. maí 2019 08:30

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, setur sig í spámannsstellingar á Facebook og rýnir í framtíðina í heimspólitíkinni í kjölfar úrslita Evrópuþingkosninganna. Hann spáir að í Evrópu munu flokkar á borð við Miðflokkinn rísa upp og finna sameiginlegan óvin:

„Í Bretlandi er Verkó orðinn “intolerant” flokkur og byrjað að reka eðalkrata sem í nýliðnum Evrópuþingskosningum púkkuðu undir Evrópuhugsjónina með því að styðja aðra og eindregnari Evrópuflokka. Corbyn klúðraði vinningsstöðu. Líklega munu næstu ár í Evrópu markast annars vegar af uppgangi pópúliskra þjóðernissinnaðra flokka af toga Miðflokksins íslenska, sem munu gera andstöðu við erlend trúarbrögð og innflytjendur að flaggi sínu, og hins vegar frjálslyndum demókrötum og græningjum. Hamfarahlýnun af mannavöldum verður vonandi hið symbólíska sameiningartákn næstu kynslóða og í Evrópu munu rísa upp sterkar alþjóðasinnaðar græningjahreyfingar með baráttu gegn loftslagshlýnun í forgrunni.“

Þá segir Össur að sósíaldemókratar hafi komið sínu til skila og þurfi að finna sér önnur baráttumál og hendir fram gagnrýni á VG og Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem hann virðist ekki hafa miklar mætur á:

„Sósíaldemókratískar hreyfingar hafa uppfyllt erindi sín og gert þau sem órekin eru “mainstream”. Þær hafa hins vegar ekki fundið sér ný, og eru of stofnanavæddar til að geta náð almennilegri endurnýjun. Hér á landi er enginn umhverfisflokkur, síst VG með grútmáttlausan umhverfisráðherra. Annars er sól á Vestó – einog flesta daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki