fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna jákvæður í garð Hvalárvirkjunar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. maí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm 62% landsmanna telja að fyrirhuguð virkjun Hvalár á Ströndum muni hafa góð áhrif á búsetu á Vestfjörðum, 66,6% að hún muni hafa góð áhrif á atvinnuuppbyggingu, 73% telja að hún muni hafa góð áhrif á raforkumál í fjórðungnum og 64,9% telja að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á samgöngur á Vestfjörðum, segir á vef Vestfjarðastofu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu á viðhorfum landsmanna til orkumála og til Hvalárvirkjunar. Um netkönnun var að ræða sem gerð var á tímabilinu frá 8.-20. mars síðastliðinn.  Í úrtaki könnunarinnar voru 1424 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Af þeim svöruðu 798 og var þátttökuhlutfallið því 56%.

Samkvæmt könnuninni eru 40,9% landsmanna hlynntir virkjun Hvalár á Ströndum, en 31,4% eru andvígir og 27,7% eru hvorki hlynntir né andvígir.  Karlar eru almennt hlynntari virkjun Hvalár en konur og voru 55% karla hlynntir virkjuninni en 25% kvenna.

Þegar spurt var um almenna afstöðu til vatnsaflsvirkjana reyndust 70,2% þátttakenda jákvæðir gagnvart vatnsaflsvirkjunum en 9,2% neikvæðir. Sem fyrr voru karlar almennt jákvæðari gagnvart vatnsaflsvirkjunum en konur, en 82% karla voru jákvæðir gagnvart vatnsaflsvirkjunum en 55% kvenna.

Af þeim sem eru jákvæðir gagnvart vatnsaflsvirkjunum almennt var yfir helmingur (57%) hlynntur virkjun Hvalár á Ströndum en 20% andvígur.

Niðurstöður könnunarinnar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn