fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Gamlir félagar á sýningu Huldu

Egill Helgason
Mánudaginn 27. maí 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa mynd er að finna á yfirlitssýningu listakonunnar Huldu Hákon sem opnaði í Listasafni Íslands á föstudaginn.

Ég var satt að segja alveg búinn að gleyma tilvist hennar, en hún var á sýningu sem Hulda hélt árið 2004. Þarna erum við gamlir vinir og félagar úr fjölmiðlum, ég og Gunnar Smári. Það var held ég 1985 að leiðir okkar lágu fyrst saman á Helgarpóstinum gamla. Við erum svosem ekki alltaf sammála um alla hluti, langt í frá, en milli okkar er gamall og sterkur þráður.

Maður getur ekki annað en verið yfirmáta stoltur að hafa mynd af sér á slíkri sýningu. Ég fékk eiginlega gæsahúð þegar ég sá hana hanga uppi í safninu. Hulda er einstök í sinni röð – með kímni sína, undirfurðulegar pælingar, fólk og dýr, og frábært handverk.

Myndirnar hennar vekja allt í senn umhugsun, hugmyndatengsl og gleði. Ég get ekki mælt nógu sterklega með sýningunni – og það er ekki bara vegna þessarar myndar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag