fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ragnar segist pólitískt viðundur: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist vera pólitískt viðundur og furðar sig á þeim hörðu viðbrögðum sem stuðningsyfirlýsing hans við málfþóf Miðflokksmanna vakti.

Ragnar Þór skrifaði á dögunum færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir stuðningi við málþóf gegn þriðja orkupakkanum sem þingmenn Miðflokksins hafa staðið fyrir á Alþingi síðustu vikuna. Ragnar segir nú í nýrri færslu þar sem hann furðar sig á þeim hörðu viðbrögðum sem stuðningur hans olli.

„Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“

Hann rekur í færslu sína þá stjórnmálaflokka sem sitja á Alþingi og hvernig hann sé sammála þeim í einstökum málum án þess að það hafi þá merkingu að hann sé genginn í einhvern tiltekinn flokk. Flestar fyrirmyndir Ragnars í lífinu segir hann að séu konur og því skjóti það skökku við að hann sé sakaður um kvenhatur

„Eina hatrið sem ég ber í hjarta eru Hatarar sem mér finnst hrikalega kraftmikið,hárbeitt og flott band.

Barátta Flokks Fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum er mér svo hugleikin að það jaðrar við þráhyggju og mér finnst þau standa sig feikilega vel í þeim efnum.

Ragnars segist vera maður með skoðanir. Hann sé þakklátur ríkisstjórninni fyrir þeirra hlut í lífskjarasamningunum, en honum hefði viljað að hún gengi lengra. “

„Ég hlusta á Duran Duran, en líka á Wham. Útvarp Sögu og Rás 1. Ég held með Manchester United en samgleðst vinum mínum sem halda með Liverpool (djók!). Ég er hundaeigandi, gangandi og akandi vegfarandi, á Racer sem ég hjóla á og nýt þess að fara á hestbak líka þó langt sé um liðið. Ég er ekki trúaður en samt ekki trúleysingi. Ég trúi á að fólk geti trúað því sem það vill og á að geta frjálst um höfuð strokið með skoðanir sínar, alveg sama hvað mér eða öðrum finnst.

Ég trúi því líka að hægt sé að snúa óréttlæti í réttlæti og vinda ofan af misskiptingu og ofbeldi. Ég er hræddur við stríð og græðgi, ekki mikið annað.

Og ég er löngu hættur að kippa mér upp við að pólitískir rétttrúnaðarsinnar setji mig eða aðra í pólitíska bása eftir því hvaða skoðanir ég set fram.“

Í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta sé vandlifað, svo lengi sem skoðanir manns teljist „réttar“ en Ragnar segist löngu hættur að kippa sér vði að pólitískir rétttrúnaðarsinnar skipi honum í hvern stjórnmálaflokkinn eftir öðrum eftir þeim skoðunum sem hann opinberar. Það einfaldlega skipti ekki máli frá hvaða stjórnmálaflokki tilteknar aðgerðir eða hugmyndastefnur komi, svo lengi sem þær séu góðar.

„Mér er nákvæmlega sama hvaðan gott kemur.

Mínar persónulegu skoðanir endurspegla ekki endilega afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og svo sannarlega ekki þeirra sem standa mér næst. Þetta er bara það sem mér finnst.
Þess vegna sætti ég mig við að vera pólitískt viðundur því ég er fyrst og fremst réttlætissinni og að eðlisfari nokkuð fordómalaus.

Já og…… framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra