fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Þeir malbikuðu yfir paradís

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. maí 2019 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joni Mitchell söng í einu af sínu frægustu lögum: „They paved paradise and put up a parking lot.“ Þeir malbikuðu yfir paradís og settu upp bílastæði.

Mér kom þetta lag í hug þegar ég gekk eftir Suðurgötunni í gær. Við Suðurgötu 12 hefur verið einhver fegursti garður í Reykjavík, upphlaðinn á stöllum, túlípanarnir hafa verið þar til mikils augnayndis hvert vor. Ég held ég hafi hvergi séð glæsilegri túlípana í bænum.

En nú þarf væntanlega að koma fyrir fleiri bílum. Búið að ryðja öllum gróðrinum burt, fletja út og svo verður að líkindum malbikað yfir.

Svipað hefur reyndar verið gert við fleiri garða í borginni, þarf reyndar ekki að fara lengra en niður í Suðurgötu 6 þar sem sérlega fallegur garður var eyðilagður. Og sums staðar hér í næstu húsum við mig hefur görðum og gróðri verið rutt burt – fyrir bíla.

Joni segir líka í textanum – „you don’t know what you’ve got till it´s gone.“ Það á ágætlega við hérna.

Hér er mynd af garðinum við Suðurgötu 12 eins og hann lítur út á vefnum ja.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna