fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Bjarni minnist afmælis Sjálfstæðisflokksins – í Fréttablaðinu

Egill Helgason
Laugardaginn 25. maí 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og eitt stærsta nafnið í sögu hans hefur nú ritstýrt Morgunblaðinu í áratug. Núverandi formaður flokksins, sem hefur gengt embætti um það bil jafn lengi, skrifar grein í dag í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.

En nú ber svo við að grein Bjarna Benediktssonar í tilefni af afmælinu birtist ekki í Morgunblaðinu, ekki í þessu blaði sem hefur átt svo langa samfylgd með Sjálfstæðisflokkinn og hefur sjálfan Davíð Oddsson að ritstjóra. Nei, hún birtist í Fréttablaðinu.

Greinin ber heitið Kjölfesta í 90 ár og þar er meðal annars lögð áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn sé „alþjóðlega sinnaður framfaraflokkur“. Þar er Davíðs Oddssonar reyndar getið fyrir verk snemma á stjórnmálaferli sínum. En ætli sé nokkuð ofmælt að núorðið standi þessi fyrrverandi forsætisráðherra næst Miðflokknum ef ráða má af skrifum hans.

Markmiðið í upphafi var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða. Alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samvinna hefur verið og verður einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir það alþjóðasamstarf sem skipt hefur þjóðina hvað mestu. Ólafur Thors var forsætis- og utanríkisráðherra þegar Ísland sótti um aðild að Sameinuðu þjóðunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Ísland gekk í NATO og forsætisráðherra þegar við gerðumst aðilar að EFTA. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til alþjóðlegrar samvinnu hefur alltaf verið skýr og einörð. Við höfum staðið vörð um fullveldið og nýtt þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur í alþjóðlegu samstarfi.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman. Er hugsanlegt að aftur sé að gliðna milli þessara hugmyndastrauma? Af grein Bjarna finnst manni að megi ráða að hann taki sér stöðu með arfleifð hinna frjálslyndu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Eyjan
Í gær

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“