fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Óánægja með Fréttablaðið: „Þetta er rangt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sakar Fréttablaðið um rangfærslur. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að umhverfis- og skipulagssvið hafi greitt 395 milljónir án útboðs til sérfræðinga. Þessi fullyrðing segir Ásmundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds, ranga og að mikillar ónákvæmni gæti í fréttaflutningi Fréttablaðsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Mikillar ónákvæmni gætir í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem því er haldið fram að umhverfis- og skipulagssvið hafi greitt 395 milljónir án útboðs til sérfræðinga. Þetta er rangt. Af þessum 395 milljónum voru um 75 milljónir sem fóru í gegnum útboð eða verðfyrirspurn, 127 milljónir voru greiddar vegna laga um höfundarrétt í kjölfar samkeppni sem kemur beinlínis í veg fyrir útboð. Þá voru greiddar 184 milljónir með beinum kaupum á þjónustu þar sem gerður er samningur við viðkomandi fyrirtæki. Þá er það mat sviðsins að þótt rammasamningar séu nú í undirbúningi er alls óvíst hvort þeir skili eins miklum ávinningi og haldið er fram í ljósi þess að Reykjavíkurborg fær hagstæð verð frá þjónustuaðilum vegna gríðarlegs umfangs starfseminnar.“

Ásmundi segir kaup á þjónustu hjá umhverfis- og skipulagssviði séu afar umfangsmikil. „Enda stendur yfir eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar“. Þegar þjónusta sé keypt inn á sviðinu sé fengið verð, gerður samningur og síðan unnið á grundvelli tímaáætlunar. Með þessu móti verði útgjöldin fyrirsjáanleg.

„Öll stærri verkefni eru boðin út í opnum útboðum eða verðfyrirspurnir gerðar þar sem haft er samband við nokkur fyrirtæki og fengin tilboð  í viðkomandi verk. Þá eru kaup byggð á lögum um höfundarrétt og kaup af arkitektum í kjölfar hönnunarsamkeppna einnig umfangsmikil.“

Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að undirbúa rammasamninga vegna kaupa á sérfræðiþjónustu, en hins vegar sé „alls óvíst er hversu miklu slíkir samningar myndu skila enda fær sviðið hagstæð verð hjá verkfræði- og arkitektastofum sem umfangsmikill þjónustukaupandi.“

Innkaupamál borgarinnar hafi verið í endurskoðun og nýverið hafi verið samþykktar endurskoðaðar innkaupareglur en auk þess sé verið að efla innkauparáð og vinna að ofangreindum rammasamningum.

„Hér að neðan er sundurliðun vegna kaupa á sérfræðiþjónustu á umhverfis- og skipulagssviði á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem fram kemur í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði 23. maí 2019:“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“