fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Greinin í Grapevine var röng og blaðinu til skammar. Greinin var ósæmileg, röng og lygi, til þess gerð að sverta mannorð fyrirlesarans og þeirra sem að fundinum stóðu,“ skrifar Jón Magnússon og er mikið niðri fyrir í pistli sem hann birti snemma í morgun. Jón Magnússon er þýðandi bókarinnar Dauði Evrópu, en höfundur hennar, Douglas Murray, hélt fyrirlestur í Hörpu í gær.

Í gær birtist á vef Grapevine, grein eftir Andie Fontaine, fyrrverandi varaþingmann VG, þar sem Douglas Murray var kallaður íslamófób og að hann hefði fullyrt án rökstuðnings að meirihluti íbúa í London væri ekki af breskum uppruna lengur. Í greininni var einnig farið nokkrum orðum um þá gagnrýni sem Harpa hefur fengið fyrir að hýsa fyrirlesturinn, meðal annars frá Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, sem skrifaði opið bréf fyrir Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hann biðlaði til hennar um að taka viðburðinn af dagskrá.

Douglas Murray fór sjálfur háðslegum orðum um greinina í Grapevine á fyrirlestrinum í gærkvöld og benti á að fullyrðingin um uppruna íbúa London væri byggður á opinberum gögnum eins og mjög greinilega kæmi fram í bókina.

Fyrirlesturinn var haldinn í salnum Kaldalón í Hörpu og var salurinn rætt tæplega fullskipaður, en hann tekur 195 manns í sæti. Engin mótmæli voru fyrir fyrir utan fundarsalinn.

Jóni Magnússyni er mikið niðri fyrir í pistli sínum og segir fámenna hópa vinstri sinnaðs öfgafólks geta atlögu að tjáningarfrelsinu:

Fámennir hópar öfgafólks geta oft haft mikil áhrif og hrætt fólk frá því að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og valdið þeim sem það vilja ýmsum vandræðum. Þeim tókst það í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar í líki nasista. Þeim tókst það á Ítalíu á þriðja tug síðustu aldar á Ítalíu í líki fasista og þeim tókst það víða í Evrópu á síðustu öld og jafnvel enn á þessari í líki kommúnista. Allt er þetta hugmyndir heildarhyggjufólks sem viðurkennir ekki einstaklingsfrelsið.

Sjá viðtal DV við Douglas Murray

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“