fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

SA um vaxtalækkun Seðlabankans: „Skapar svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 10:47

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vaxtalækkun Seðlabanka Íslands er mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrkir Lífskjarasamninginn með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapar svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins. Verkalýðshreyfingin á hrós skilið fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins,“

segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig.

Þar er vitnað í orð peningastefnunefndar sem sagði áréttaði afdráttarlausan stuðning við Lífskjarasamninginn:

„Þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði feli í sér myndarlegar launahækkanir var niðurstaða þeirra í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við. Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3%.“ Seðlabankinn metur stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.

Þá segir SA að skýr launasetfna hafi verið afmörkuð fyrir allan vinnumarkaðinn:

„Launastefnan hefur verið borin undir atkvæði verkalýðsfélaga sem samþykktu hana með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 80%, og  98% atvinnurekenda í Samtökum atvinnulífsins studdu hana. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag markar skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og er sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna