fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Rafvirkjar brjálaðir eftir nýjan kjarasamning – „Það er best að þið aumingjarnir sem kusuð ekki skammist ykkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ eða Rafís) hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning, sem sambandið gerði í samfloti með nokkrum öðrum stéttarfélögum. Samningurinn var samþykktur með mjög naumum meirihluta. Gífurleg óánægja, svo vægt sér til orða tekið, er með samninginn innan eins aðildarfélagsins að Rafís, sem er Félag íslenskra rafvirkja – FÍR. Samkvæmt heimildum DV hefur lengi verið mikil kergja milli FÍR og RAFÍS en samþykkt nýja kjarasamningsins er kornið sem fyllir mælinn og hefur kveikt mikið ófriðarbál.

„Skandall er of gott orð fyrir þetta,“ er umsögnin sem einn félagi í FÍR gefur samningnum og atkvæðagreiðslunni í umræðum í lokuðum hópi FÍR-félaga. Þar er mörgum heitt í hamsi og víkjum við nánar að því hér á eftir.

FÍR-félagar telja að mikill meirihluti sinna félagsmanna hafi fellt samninginn. Það er jafnvel möguleiki að atkvæði fólks sem ekkert kemur nálægt rafiðnaði hafi ráðið úrslitum. Meðal félagsmanna í Rafiðnaðarsambandinu er nefnilega starfsfólk sem er ekki rafvirkjar en var áður í öðrum félögum sem tóku þátt í samflotinu, til dæmis úr Grafía, sem er stéttarfélag í prentiðnaði. Ekki fæst sundurliðun á atkvæðum einstakra aðildarfélaga innan RÍF. Þátttaka var aðeins tæplega 48%. Já sögðu 840 og 816 sögðu nei. Það var því ansi mjótt á mununum.

„Það er best að þið aumingjarnir sem kusuð ekki skammist ykkar,“ skrifar fokillur rafvirki í hópinn.

Aðrir eru afar ósáttir við að starfsfólki sem vinnur ekki við rafiðnað hafi verið hleypt inn í Rafís. Hér eru tvö dæmi þar sem óánægja með veru prentiðnaðarfólks í sambandinu:

„Við skulum halda því til haga að FÍR barðist af miklum krafti gegn inngöngu Grafía. Ég var á þinginu þar sem það var samþykkt og við gerðum allt sem við gátum til að stoppa þetta.“

„Óánægja með að Grafía sé í Rafiðnaðarsambandinu. Verið að troða inn félögum sem tengjast rafiðnaðargreininni ekki neitt.“

Sá þriðji skrifar síðan:

Núna hefur maður verið lengi á þeirri skoðun að það eigi bara að vera faglært fólk í rafiðn í Rafís. En Rafís er á annarri skoðun og er að fylla félagið af ófaglærðu fólki og mögulega faglærðu af öðru fagi. Hvað finnst mönnum um að fólk sem hefur ekkert með rafiðn að gera hafi að líkindum haft úrslitaatkvæðið?“

 

„Mér finnst þessi samningur drasl“

Svona farast einum orð:

„Fyrirtækin eru strax búin að hækka allt hjá sér, Innes, Kristjánsbakarí og fleiri. Þessar hótanir í vetur um að fara í hart, voru bara innantómar hótanir hjá þeim, þessi harka sem þau ætluðu sér í eftir að þingmenn hækkuðu laun sín um 45%. Á þessum 3,5 árum fáum við einhverjar skitna 13,5% launahækkun yfir allan tímann. Mér finnst þessi samningur drasl. Veit ekki hvort maður kennir um forystunni eða þessum rúma helmingi sem kaus ekki, sem er drullusama hvaða laun þau eru að fá.“

Kvartað er undan litlum launahækkunum í nýja samningnum og að samin hafi verið af sér réttindi á borð við kaffitíma gegn styttri vinnuviku. Það þykir mörgum ótækt.

Margir hafa orð á því að tími sé til kominn að FÍR kljúfi sig út úr Rafiðnaðarsambandinu. Ljóst er að þessu máli er hvergi nærri lokið.

Leiðrétting frá Rafiðnararsambandinu:

Það mun vera rangt að hluti af Grafía hafði fengið í Rafiðnaðarsambandið eins og kemur fram í máli sumra rafvirkjanna hér að ofan. Í tilkyninngu frá sambandinu segir:

„Í frétt sem birtist í gærkvöldi er farið með miklar rangfærslur um atkvæðagreiðslu um kjarasamning aðildarfélaga RSÍ við SA//SART. Þar er því haldið fram að félagsmenn Grafíu hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um þennan kjarasamning en slíkt er kolrangt og fráleitt að halda slíku fram. Félagsmenn Grafíu greiddu atkvæði um sinn kjarasamning og hafði því engin áhrif á atkvæðagreiðslu félagsmanna RSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus