fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 19:00

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Reykjavíkurdætrum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag, ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og rappsveitinni Reykjavíkurdætrum.

Ráðstefnan er haldin af norræna tímaritinu NORA undir yfirskriftinni; Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics og var skipulögð af RIKK – rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og EDDU – Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.

Í erindi sínu fjallaði forsætisráðherra um uppgang öfga afla í Evrópu og um það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr. Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra meðal annars:

„Bandalag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini. Ráðist er gegn innflytjendum og minnihlutahópum og þeir gerðir að blórabögglum fyrir allt sem miður hefur farið í tengslum við hnattvæðingu og nýfrjálshyggju undanfarinna áratuga. Réttindum hinsegin fólks er víða ógnað, stundum í þeim tilgangi einum að ná til trúaðra kjósenda. Annað skotmark eru femínismi og kynjafræði, og kvenfrelsi almennt. Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið er undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.“

Forsætisráðherra fjallaði jafnframt um mikilvægi þess að berjast gegn þessum öflum og bjóða almenningi upp á aðra valkosti. Alþjóðleg samvinna væri eina leiðin til að taka á stærstu áskorunum samtímans, þar á meðal loftslagsvandanum og vaxandi ójöfnuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins