fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: „Almenningssamgöngur hafa verið stórefldar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 16:30

Borgarstjóri ásamt Liv Magneudóttur oddvita VG og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. Hver veit nema að rafhlaupahjól leysi umferðarvandann í Reykjavík í náinni framtíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson er nú í heimsókn í Noregi ásamt oddvitum borgarstjórnar og starfsmönnum Umhverfissviðs, hvar þau sækja norræna höfuðborgar- og umhverfisráðstefnu. Osló var valin grænasta borg Evrópu á dögunum og á Facebook er borgarstjóra tíðrætt um skipulagið í Osló og hvernig bílamenningin þar virðist mun betri en í Reykjavík, en Dagur segir miðborg Osló nær alfarið án bílaumferðar:

„…gott aðgengi er að hjólaleigum og rafmagnshlaupahjólum sem eru frábærir ferðamátar til að kynnast nýju svæðunum í borginni sem hafa verið að byggjast upp, meðal annars því hraðbrautir hafa vikið fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði – en umferðin en leidd í stokkum neðanjarðar. Almenningssamgöngur hafa verið stórefldar. Frábær innblástur! Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk!“

Rafmagnshlaupahjól framtíðin á Íslandi ?

Eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum var að setja Miklubraut í stokk og koma  Borgarlínunni í gagnið, en Liv Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, virðist telja að rafmagnshlaupahjól gæti verið rétta lausnin fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og kallar eftir nýorðasmíði fyrir fararskjótann:

„Micromobility: Örskjóti? Veit ekki hvert íslenska orðið verður en örskjótaferðir eru dásamlegar eins og allar almenningssamgöngur sem ekki eru farnar með einkabílnum. Þessi rafmagnshlaupahjól hafa heillað mig upp úr skónum. Hef prófað þau í Osló og Lissabon. Fáum þær heim. Orð óskast samt. Finnum líka besta íslenska orðið fyrir þessa frábæru fararskjóta.“

Rafmagnshlaupahjólin fá nokkra gagnrýni í athugasemdarkerfinu, til dæmis fyrir að vera óumhverfisvæn, þar sem þau séu ekki nægilega harðgerð fyrir íslenskar aðstæður og dugi aðeins í 2-3 mánuði.

Þá skapi þau hættu fyrir gangandi vegfarendur á göngustígum, en geti þó ekki verið meðal bíla og stærri farartækja á götum.

Meira áberandi eru þó nýyrðasmíðarnar. Meðal orða sem stungið er upp á í athugasemdarkerfinu fyrir farartækin eru:

Títla, hlaupatítla, sneggi, rafskreppa, hraðfari, snöggfari, skotta, skreppari, fljótskjót, skutla, smáfar, skautahjól, rennsli, rotta, rafmagnsrotta, snarfari, þythjól, þytur og skútari.

Tillaga Eyjunnar er:  Rafhjól, eða Borgarstýra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus