fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Ungmenni styðja EES: „Stöndum saman gegn einangrunarhyggju“ 

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heiti Kristinn Árni L. Hróbjartsson og sendi þessa tilkynningu fyrir hönd þeirra 272 ungmenna sem settu andlit sitt við auglýsinguna í Fréttablaði dagsins undir yfirskriftinni: „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju,“

segir í tilkynningu frá Kristni Árna í dag.

Auglýsingin er, eins og fram kemur í henni, kostuð af fólkinu á myndunum. Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið.

„Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“

segir Kristinn, en andstæðingar þriðja orkupakkans hafa haldið því á lofti undanfarin misseri að Íslandi væri hugsanlega betur borgið án EES-samningsins.

„Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Höfuð bitið af skömminni

Höfuð bitið af skömminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“