fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

„Stærsta og vandaðasta lyfjabúð á Norðurlöndunum“

Egill Helgason
Mánudaginn 20. maí 2019 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sætir nokkrum tíðindum, að minnsta kosti fyrir gamla Reykvíkinga, að rekstur apóteks skuli nú hætta á Laugavegi 16. Löngum var þar Laugavegsapótek, svo tók Lyfja við – ný flyst reksturinn í nýja lyfjabúð sem hefur verið innréttuð í Hafnarstræti.

Það er næstum 100 ára hefð fyrir því að seld séu lyf þarna við Laugaveginn. Það var athafnamaðurinn Stefán Thorarensen sem stofnaði Laugavegsapótek árið 1919, þá við Laugaveg 18, í húsi sem stóð þar sem nú er Bókabúð Máls & menningar, en stuttu síðar lét hann byggja glæsihúsið Laugaveg 16. Þar var apótekið á neðstu hæðinni, en hann sjálfur og kona hans Ragnheiður Hafstein bjuggu á þriðju hæðinni. Nú er þar hótel.

Apótekið var opnað 1922 og þótti hið glæsilegasta eins og lesa má í meðfylgjandi samtímalýsingu úr Læknablaðinu. Menn hafa verið býsna hrifnir og drjúgir með sig.

Lyfsalan er náttúrlega gerbreytt frá því bæjarbúar versluðu í Reykjavíkurapóteki, Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Tjóir víst lítt að sýta það og vísast er fólgið hagræði að því fyrir Lyfju að flytja af Laugaveginum. Ljúfmennið hann Alfreð lyfsali fer víst með. Og svo er reyndar annað nýtt apótek ofar á Laugavegi 46. En óneitanlega verður nokkur sjónarsviptir að apótekinu og ekki einsýnt hvað kemur í staðinn – eitt veitingahúsið enn?

En á bakhlið apóteksins, sem snýr út á Vegamótastíg, lengst upp á vegg,  hangir enn þetta gamla óborganlega skilti. Lyfin heim ókeypis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti