fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Ragnar útskýrir ummæli sín: „Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, sem sagði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingmann Sjálfstæðisflokksins, vera „sætan krakka“ í færslu sinni á Facebook, virðist telja að kjarninn í málflutningi sínum hafi misskilist, en hann ritar nýja stöðufærslu um málið nú síðdegis hvar hann segir að pistill sinn hafi ekki snúist um persónur:

„Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu út af þessum status. Hann snýst ekki um persónurnar sem nú gegna æðstu trúnaðarstörfum í flokknum. Hann snýst um það hvernig stjórnmálaflokkur hætti að leggja höfuðáherslu á pólitík og tók í staðinn upp auglýsingamennsku og hégómaskap. Vilji menn hefja flokkinn sinn á ný til vegs og virðingar verða þeir að þora að ræða það hvað fór úrskeiðis og leiddi til þeirrar niðurlægingar sem hann má þola núna. Geri menn það ekki verða mistök endurtekin.“

Sætasti krakkinn

Ragnar sagði orðrétt:

Miðaldra, hvítur, kristinn karlmaður, helst reffilegur og peningalegur, er formaður. Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari. Þetta er afleiðing af valdatilfærslu prófkjöranna.“

Um er að ræða Bjarna Benediktsson, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, en sú síðastnefnda er sú eina sem hefur tjáð sig um ummælin.

Sjá nánar: Áslaug Arna um „óeðlilegan áhuga Ragnars:„Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna