fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Logi Einarsson: „Mér finnst þessi ummæli ömurleg“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 12:13

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ummæli Ragnars Önundarsonar um flokksforystu Sjálfstæðisflokksins, vera ömurleg. Eyjan greindi frá ummælum Ragnars í morgun, hvar hann hélt því fram að prófkjör hefðu orðið til þess að í forystusveit flokksins hefði valist fólk með „sjónvarps- útlit“ sem hefði hærri hugmyndir um sjálft sig en innistæða væri fyrir. Sagði hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingmann flokksins, vera „sætan krakka.“

Sjá nánar: Ragnar gerði það aftur:„Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari“

Logi kemur ráðherrum Sjálfstæðisflokksins til varnar:

„Nú þekki ég lítið til Þórdísar Kolbrúnar en sýnist hún hins vegar hafa margt til brunns að bera sem ráðherra. Áslaugu Örnu þekki ég hins vegar vel enda er hún formaður í utanríkismálanefnd, sem ég á sæti í. Hún er frábær í samstarfi; sanngjörn en fylgin sér og setur sig vel inn í mál. Hefur allt sem prýðir góða stjórnmálakonu, þótt við séum vissulega ekki oft sammála. Mér finnst þessi ummæli ömurleg en lýsa því kannski ágætlega hvað við er að eiga þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti og meira frjálslyndi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Höfuð bitið af skömminni

Höfuð bitið af skömminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“