fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Harðar deilur í bæjarstjórn Árborgar – Ásakanir um brask og lygar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 07:59

Frá Selfossi. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarfulltrúar í Árborg takast nú harkalega á og ganga ásakanir um brask, svik og lygar á víxl. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka fulltrúa Miðflokksins um að hafa staðið í lóðabraski en meirihlutinn í bæjarstjórn sakar Sjálfstæðismennina um lygar og ósannindi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins, hafi sakað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki í hans eigu hafi fengið úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili.

Þá fékk fyrirtækið úthlutað lóð í Álalæk á Selfossi. Segja Ari og Gunnar að Tómas hafi ekki gert neitt við þessa lóð annað en að selja hana og græða peninga.

Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir þessi ummæli um lóðabrask vera ósönn.

„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu.”

Hefur Fréttablaðið eftir honum.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru lögð fram gögn sem sýna að Tómas Ellert átti engan hlut í fyrirtækinu sem fékk umrædda lóð og er haft eftir Eggert að ljóst sé að Tómas hafi ekki átt umrætt fyrirtæki og því sé ekki hægt að saka hann um að standa í lóðabraski.

Haft er eftir Ara að hann standi við orð sín. Sjálfstæðismenn hafi verið í meirihluta á síðasta ári og þá hafi komið skýrt fram að Tómas hafi sóst eftir lóð og ekki sé útilokað að tölvupóstar séu til sem sýni það.

Meirihlutinn í bæjarstjórn lét bóka að rétt væri að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli Ara og Gunnars brjóti í bága við siðareglur sem bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Höfuð bitið af skömminni

Höfuð bitið af skömminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“