fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þegar Íslendingar tóku þátt í and-Evróvisjónhátíð

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. maí 2019 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna líklega ekki margir, en áður en Íslendingar tóku fyrst þátt í Evróvisjón höfðu íslenskir tónlistarmenn verið með í hátíð sem var haldin í andstöðu við Evróvisjón. Þetta var í Svíþjóð 1975. Abba hafði unnið keppnina árið áður með laginu Waterloo – og varð þannig eitt af tveimur tónlistaratriðum sem hafa náð heimsfrægð eftir Evróvisjón, hitt er Celine Dion.

En á þessum árum var fólk róttækt, fannst Evróvisjón vera tóm froða og í Svíþjóð var sett upp svokallað Alternativfestival. Þetta var heilmikil hátíð og vakti mikla athygli. Ég á meira að segja einhvers staðar litla plötu með lagi sem kom út á hátíðinni – Doin’ the omoralisk schlagerfestival.

Eins og lesa má í meðfylgjandi frétt úr Tímanum fór sendinefnd af Íslandi til að taka þátt. Söngsveitin Þokkabót, Megas, trúbadúrinn Örn Bjarnason og svo hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Í greininni segir að Íslendingarnir hafi vakið gífurlega athygli, sérstaklega hljómsveit Gunnars Þórðarssonar.

Það virðist líka hafa verið býsna áhugaverður hópur sem spilaði með Gunnari – Jakob Magnússon, sem segir að hafi komið frá London, Pálmi Gunnarsson, Ásgeir Óskarsson, Ari Jónsson,og Halldór Pálsson.

Svo les maður líka í greininni að eitthvað af hátíðinni hafi verið kvikmyndað – það væri forvitnilegt að vita hvort einhvers staðar leyndust upptökur með íslensku tónlistarmönnunum sem tóku þátt í þessari and-Evróvisjónhátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus