fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Jón Þór hótar að kæra Ágúst Ólaf – „Síðasti sjens Ágúst Ólafur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. maí 2019 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson ætlar að kæra Ágúst Ólaf Ágústsson til forsætisnefndar fyrir brot á siðareglum Alþingis ef Ágúst Ólafur óskar ekki eftir því sjálfur að forsætisnefnd úrskurði um áreitnisbrot hans gegn Báru Huld Beck. Jón Þór deilir frétt DV um málið frá því í gær á Facebook-síðu sinni og ritar:

Alþingi ákvað fyrir ári síðan að kynferðislega áreitni væri brot á siðareglum. Annað hvort óskar Ágúst Ólafur eftir því að siðanefnd úrskurði um hans brot og sendi skýr skilaboð til samfélagsins að kynferðisleg áreitni er ekki liðin, eða ég mun kæra. Síðasti séns Ágúst Ólafur.

Forsaga málsins er atvik sem varð sumarið 2018 á ritstjórnarskrifstofu Kjarnans, þar sem Ágúst Ólafur og blaðamaður Kjarnans, Bára Huld Beck, áttu samtal. Ágúst Ólafur reyndi ítrekað að kyssa Báru og jós yfir hana svívirðingum er hún vildi ekki þýðast hann. Bára Huld kvartaði yfir honum til Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur ákvað að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann baðst innilega afsökunar á framkomu sinni og fór í áfengismeðferð. Hann mætti síðan aftur til starfa á Alþingi við upphaf vorþings.

Forsætisnefnd hafði til meðferðar þetta framferði Ágústs Ólafs og telur að ekki séu tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.

Siðareglurnar fela í sér að þingmenn geta leitað til siðanefndar og beðið um rannsókn á eigin málum – eða kært hver aðra til nefndarinnar. Ljóst er einnig samkvæmt reglunum að sá sem telur sig hafa orðið fyrir broti af hálfu þingmanns getur kært það til siðanefndar. Samkvæmt nýlegum ákvæðum í reglunum getur hver sem er kært þingmann til nefndarinnar fyrir kynferðislega áreitni.

Þess má geta að Jón Þór deildi fréttinni einnig á Stjórnmálaspjallinu. Þar svaraði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar Jón Þór með þessum orðum:

 Mannkærleikinn á fullu. Hvað með að setja hann í gapastokk líka?

Jón Þór bendir þá á að það þurfi að liggja fyrir að kynferðisleg áreitni sé brot á siðareglum Alþingismanna. Málið þurfi að fá slíka meðferð. Össur segir að framganga Jóns Þórs sé Pírötum ekki til framdráttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Höfuð bitið af skömminni

Höfuð bitið af skömminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“