fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Ráðgátan um stolnu reiðhjólin

Egill Helgason
Laugardaginn 18. maí 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var fimm eða sex ára eignaðist ég mitt fyrsta reiðhjól, blátt að lit. Skömmu síðar var því stolið. Það reyndist ekkert sérlega flókið að leysa glæpinn, heldur sást til stráks suður á Melum sem hjólaði á hjólinu. Pabbi fór einfaldlega heim til hans og náði í hjólið. Ég hélt áfram að hjóla á því.

Nú les maður út um allt á samskiptamiðlum um reiðhjólaþjófnaði. Hjól sem er stolið við heimili, innan úr skúrum, við íþróttahús og sundlaugar. Það virðist vera lítil fyristaða. Klippt er á lása hjólanna og þau hverfa. En hvað verður um öll þessi hjól?

Foreldrar fara jafnvel á stúfana að leita að þeim en grípa alveg í tómt. Líkast er því að hjólin hafi gufað upp. Það er ekki eins og einhverjir einstaklingar í öðrum hverfum borgarinnar eða í bæjum úti á landi séu að hjóla á þeim.

Þetta er eiginlega ráðgáta.

Lítt tjóir að tilkynna reiðhjólaþjófnaði til lögreglunnar. Margir láta vera að gera það. Það er svosem skiljanlegt, fáliðuð lögregla hefur annað að gera en að eltast við horfin hjól. En svo ganga reyndar þær sögur um bæinn að reiðhjólaþjófnaðirnir lúti einhvers konar skipulagi. Að þeir geti jafnvel talist skipulögð brotastarfsemi. Maður veltir þessu samt fyrir sér, getur þetta verið svo ábatasamt? En sagan segir að sjáist til manna sem koma einfaldlega á sendiferðabílum, með andlitin nokkurn veginn hulin, sem stökkvi út, klippi á lása, hrifsi hjól, hendi þeim inn í bíl og bruni svo burt.

Hvað verður svo um hjólin? Þeim hlýtur eiginlega að vera komið úr landi – því annars er ekki einleikið að eiginlega aldrei finnast stolin hjól. Og nú tek ég fram að ekki hefur sést tangur né tetur af reiðhjólunum tveimur sem var stolið úr skúr hér við húsið fyrr í vor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“