fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Gríma fylgir meðan birgðir endast

Egill Helgason
Laugardaginn 18. maí 2019 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evróvisjónatriði Hatara hefur verið lýst sem ádeilu á kapítalisma og sjálfir hafa Hatarar talað á þeim nótum.

En kapítalisminn er óseðjandi. Hann gín yfir öllu, gleypir allt í sig, mylur það og bryður, kjamsar, lætur sér gott þykja og dæsir svo af seddu.

Við sjáum til dæmis þessa auglýsingu frá skyndibitakeðjunni KFC sem birtist á Vísi. Það fylgir meira að segja gríma með brasaða kjúklingnum – meðan birgðir endast.

Og svona var kjötkælirinn í Hagkaupum á Nesinu í gærkvöldi.

Og þetta er frá Mjólkursamsölunni.

Annars hafa Hatarapiltarnir staðið sig með sóma. Þeir hafa heimsótt herteknu svæðin og kynnt sér skelfingarástandið og óréttlætið þar af eigin raun. Þeir hafa talað gegn hernámi Ísraels og fengið ofanígjöf frá framkvæmdastjóra keppninnar,  náunga sem heitir Jan Ola Sand. Þetta þýðir að þeir eru að gera eitthvað rétt, en þetta er þó ekki djarfara en svo að samkvæmt fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna er hernám Ísraels í Palestínu ólöglegt.

Það er illa komið í hræsninni þegar ekki má viðra jafn einföld sannindi. Matthías Tryggvi Haraldsson orðar þetta ágætlega í viðtali sem sænska sjónvarpið tók við Hatara:

„Tel Aviv er skýlt fyrir umheiminum og að halda keppnina hér er afar pólitískt í eðli sínu, að syngja um ást án þess að horfast í augu við raunveruleikann og pólitískt eðli keppninnar,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“