fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 09:55

Talar þú við ókunnuga í strætó?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 2012-2018 fékk Strætó bs alls 26.6 milljarða í styrk frá ríki og sveitarfélögum. Alls 5.6 milljarða frá ríkinu og 21 milljarð frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið greinir frá, en þetta kemur í ljós í ársreikningum félagsins.

Strætó gerði samkomulag við ríkið árið 2012 með það að markmiði að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna. Það hefur ekki tekist, þar sem hlutfall notenda Strætó hefur haldist í 3-7 prósentum frá árinu 2012. Þá hefur hlutfall fólks sem tekur Strætó minnst vikulega, lækkað og heimtur samningsins frá 2012 því nokkuð langt frá markmiðum sínum, en hann rennur út árið 2022.

Umferð aukist til muna

Einnig átti átakið að minnka aðra bílaumferð, þar sem fleira fólk átti að taka Strætó. Skapa átti forsendur til „frestunar á stórum framkvæmdum í samgöngumannvirkjum með öflugri almenningssamgöngum“, sem draga átti úr almennri bílaumferð á annatímum.

Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar, hefur einmitt hið gagnstæða gerst, bílaumferð hefur aukist til muna, en svokölluð umferðarvísitala sem Vegagerðin notast við, mældist 109 árið 2012, en er í dag 143 og hefur því hækkað um rúm 31 prósent á samningstímanum.

Í skýrslu Mannvits, unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kemur í ljós að fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa jókst um 22 prósent frá 2011 -2017. Á sama tíma jókst bílaumferð á hvern íbúa um 22 prósent og hefur notkun Strætó því aukist í samræmi við bílanotkun á tímabilinu.

Árið 2018 notuðu 80% aðspurðra Strætó sjaldnar en einu sinni í mánuði, eða aldrei. Daglega notuðu þrjú prósent aðspurðra Strætó.

Árið 2011 notuðu átta prósent aðspurðra Strætó daglega, en 79 prósent sjaldnar en einu sinni í mánuði, eða aldrei.

Þess ber að geta að á þessu tímabili hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna hingað til lands.

Borgarráð samþykkti nýverið að veita borgarstjóra umboð til að undirrita samninga vegna undirbúnings Borgarlínunnar, eins konar hraðleiðar fyrir Stræó, sem fullkláruð er talin muna kosta frá 70-100 milljörðum króna alls.

Eigendur Strætó eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes, en Reykjavíkurborg á 60.3 prósent í fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna