fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Silja Dögg: „Ég hef aldrei farið á hrefnuveiðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 09:19

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækin Runo ehf. og IP ehf. hafa sótt um leyfi til hrefnuveiða næstu fimm vertíðir, til ársins 2023. Þá hefur Hvalur hf. sóst eftir leyfi til veiða á langreyði. Fréttablaðið greinir frá en eigandi Runo ehf. er Þröstur Sigmundsson, sem er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd, en hvalveiðar Íslands hafa lengi þótt mikið hitamál og fyrir liggur þingsályktun frá Þorgerði Katrínar Gunnarsdóttur þar sem þess er farið á leit að rannsakaður verði stuðningurinn erlendis frá við hvalveiðar Íslendinga og áhrif þeirra á ímynd landsins.

Silja Dögg sagði í samtali við Eyjuna í morgun að þetta væru nú ekki nýjar fréttir:

„Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál, maðurinn minn keypti bát árið 2016, en þetta hefur ekki verið rætt neitt sérstaklega í utanríkismálanefnd, enda engin ástæða til. Við erum auðvitað gift þannig að ég hlýt að eiga helminginn í þessu.“

Silja segist fylgjandi hvalveiðum:

„Já auðvitað. En ég hef aldrei farið á hrefnuveiðar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna