fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Guðlaugur Þór á ráðherrafundi Evrópuráðsins: „Vernd mannréttinda er grundvallaratriði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 15:30

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ásamt Timo Soini og Thorbjørn Jagland Mynd-Utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Evrópuráðsins og staða mannréttindamála í Evrópu voru helstu umræðuefnin á ráðherrafundi ráðsins sem lauk í Helsinki í dag. Ráðið fagnar sjötíu ára afmæli um þessar mundir og sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra athöfn í tilefni þess.

Ráðherrafundur Evrópuráðsins fór að þessu sinni fram í Helsinki en Finnland er fráfarandi formennskuríki ráðherranefndar ráðsins. Í upphafi fundar í gær undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum fyrir hönd Íslands. Jafnframt var haldin athöfn í tilefni af sjötíu ára afmæli ráðsins, en ráðið var stofnað þann 5. maí árið 1949. „Evrópuráðið hefur komið til leiðar mikilvægum umbótum í þágu borgaranna og átt þannig drjúgan þátt í að gera mannréttindi, lýðræði og réttarríkið að grunnstoðum í samfélögum okkar. Saga Evrópuráðsins hefur þó ekki verið án áskorana. Á síðustu árum hefur það til dæmis glímt við erfiðleika sem tengjast innlimun Rússlands á Krímskaga,“ sagði Guðlaugur Þór, en á fundinum var farið yfir afstöðu Rússa innan ráðsins og tengdar áskoranir.

Á ráðherrafundinum, sem lauk í dag, voru umræður um ársskýrslu Thorbjørns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Meðal annars var rætt um endurbætur á starfsemi ráðsins, ógnir við tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í álfunni og stöðu mannréttindamála. Í ræðu sinni á fundinum undirstrikaði ráðherra meðal annars mikilvægi þess að aðildarríki ráðsins tryggi mannréttindi hinsegin fólks og komi í veg fyrir mismunun og árásir gagnvart því. „Vernd mannréttinda er grundvallaratriði og því hef ég lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk í framkvæmd utanríkisstefnunnar. Í því sambandi má nefna að Ísland fullgilti á síðasta ári samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu við ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi,“ sagði utanríkisráðherra.

Fundinum lauk með því að Frakkland tók formlega við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins til næstu sex mánaða. Í tengslum við fundinn átti utanríkisráðherra einnig tvíhliða samtal við starfsbróður sinn frá Póllandi, Jacek Czaputowicz, þar sem málefni nýs Herjólfs voru meðal annars rædd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Elis er látinn
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“