fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Besti körfuboltamaður heims er flóttabarn

Egill Helgason
Föstudaginn 17. maí 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamenn eru ósýnilegir, við leiðum þá hjá okkur, eða eins og tyrkneski rihöfundurinn Hakan Gunday sagði í viðtali í Kiljunni um daginn – þeir verða fyrst raunverulegir sem tölur í fjölmiðli yfir einstaklinga sem hafa farist í Miðjarðarhafi við að reyna að komast til Evrópu. Annars er þetta ósundurgreinanlegur massi.

Það tíðkast í stjórnmálaumræðu nútímans að tala niður til flóttamanna, hafa um þá alls kyns ónefni, láta eins og þetta sé upp til hópa hyski. Stjórnmálamenn gera út á ótta og tortryggni gagnvart flóttamönnum og slíkt tal er líklegt til fylgisaukningar.

En svo er til einn og einn flóttamaður sem fær raunverulega ásjónu, verður alvöru persóna, og þá erum við minnt á að þetta er samansafn ólíkra einstaklinga en ekki múgur.

Einn slíkur er Giannis Antetokounmpo. Sumir segja að hann sé besti körfuboltamaður í heiminum í dag, eða á leiðinni að verða það. Anetokoumpo hefur leitt lið sitt Milwaukee Bucks í úrslit NBA keppninnar í Bandaríkjunum þótt hann sé bara 24 ára gamall.

En ferill hans er ekkert venjulegur. Eins og nafnið gefur til kynna er hann Grikki – hefur grískt ríkisfang. Hann gengur stundum undir frekar hvimleiðu viðurnefni, gríska fríkið eða The Greek Freak. Hann er gríðarlega hávaxinn en líka ótrúlega leikinn með boltann.

Ferill Giannis Antetokounmpo er ekkert venjulegur. Hann er flóttabarn, ættaður frá Nígeríu, en fæddur í Aþenu 1994. Foreldrar hans komu frá Lagos þremur árum áður, fjölskyldan lifði á alls kyns snöpum á götum grísku höfuðborgarinnar – seldu sólgleraugu, minjagripi, úr og töskur á götum úti. Það er ekki fyrr en Giannis var 18 ára að hann fékk ríkisborgararétt í Grikklandi. Þá var hann farinn að vekja athygli sem gríðarlega efnilegur körfuboltamaður. Það var svo árið 2013 að hann fór sem nýliði til Milwaukee Bucks. Bræður hans eru líka körfuboltamenn, Thanasis spilar fyrir Panaþinaikos í Grikklandi en Kostas fyrir Dallas Mavericks í Bandaríkjunum.

Gríkkir hafa glímt við gríðarlegan flóttamannavanda sem þeir ráða illa við, sérstaklega eftir hina hrikalegu kreppu sem hefur leikið þjóðina grátt síðustu tíu árin. Það er ekki öfundsvert hlutskipti að vera flóttamaður í Grikklandi. Stuðningurinn sem Grikkir hafa fengið frá öðrum ríkjum, sem bera mun meiri ábyrgð á flóttamannavandanum, er skammarlegur. En þeir hafa reynt að bjargast og fyrr í þessum mánuði lagði Frans páfi til að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fengi friðarverðlaun Nóbels, vegna afstöðu sinnar til flóttamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna