fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vindorkuver geta væntanlega ekki tengst flutningskerfi Landsnets

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður áhugi og fyrirætlanir eru nú uppi um að byggja upp vindorkuver víða hér á landi. En það getur staðið þessari uppbyggingu fyrir þrifum að flutningskerfi Landsnets getur ekki tekið við nema litlum hluta þeirrar raforku sem þessi væntanlegu vindorkuver munu framleiða.

Landsnet getur tengt 85 MW við flutningsnet sitt en mun meiri raforkuframleiðsla en það er í kortunum miðað við ýmsar fyrirætlanir víða um land. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Á vesturhluta landsins er fyrirhugað að reisa þrjá vindmyllugarða sem geta framleitt allt að 410 MW. Á Vestfjörðum eru hugmyndir um vatnsaflsvirkjanir á borðinu.

En Landsnet getur aðeins tengt 85 MW við flutningskerfið en það svarar til fyrsta áfanga eins vindorkuvers.

Samkvæmt lögum á Landsnet að tengja alla þá sem vilja við flutningskerfið. Líklega þarf fyrirtækið að beita undanþáguákvæði laganna og synja flestum þeirra, sem óska eftir tengingu á vesturhluta landsins, um aðgang.

Morgunblaðið segir að Landsnet sé nú að meta þá kosti sem eru líklegast til að mæta aukinni þörf fyrir flutning á þessu svæði en slíkar aðgerðir taka tíma og kalla á fjárfestingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus