fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Úttekt gerð á aðgengismálum fatlaðra á Laugaveginum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mar­grét Lilja Aðal­steins­dótt­ir og Guðrún Ósk Marías­dótt­ir, aðgengisfulltrúar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), munu gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra á ýmsu stöðum í borginni á næstu mánuðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á aðgengismálum í samfélaginu og munu þær svo vinna nákvæma skýrslu um það sem betur mætti fara og hvað er til fyrirmyndar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Þær munu heimsækja op­in­ber­ar bygg­ing­ar, stærri versl­an­ir og fleiri staði sem þurfa að vera aðgengi­leg­ir fyr­ir fatlaða, og kynna sér hvernig þess­um mál­um er háttað og í fram­hald­inu senda ábend­ing­ar til þeirra sem ráða þess­um mál­um á hverj­um stað fyr­ir sig. Skýrsla þeirra verður svo tekin með inn í hönnunarferli göngugatna í Reykjavík.

Í gær fóru þær á Laugaveginn og tóku út helstu hindranir sem hefur verið aðgengi inn í verslanarými á jarðhæðum. Tröppur og aðrar misfellur geta verið mikill farartálmi en með göngugötum verður hægt að leysa slíkt með því að slétta yfirborð og hækka götuna.

Þegar  akstursleiðin er fjarlægð á Laugaveginum eykst rými gangandi til muna og verður þá hægt að bæta aðgengi inn í hús með römpum.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu verkefnisins.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um göngugötur í Reykjavík 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni