fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtæki ársins 2019 hafa verið valin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru kynntar í móttöku á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík í dag.

Fyrirtæki ársins eru fimmtán talsins, fimm í hverjum stærðarflokki:

  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri, eru LS Retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá og Vörður tryggingar.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi millistórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 30 til 69 eru Cyren, dk hugbúnaður, Tengi, Toyota á Íslandi og TRS.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi lítilla fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru færri en 30, eru Attentus – mannauður og ráðgjöf, Bókhald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík og Microsoft Ísland.

Fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2019 en lista yfir þau fyrirtæki má finna á vef VR. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

Um framkvæmdina

Árleg könnun VR á Fyrirtæki ársins er send til félagsmanna og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði en 118 fyrirtæki tryggðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni í ár, óháð stéttarfélagsaðild. Af þeim komust 114 á lista yfir fyrirtæki ársins en ekki náðist lágmarksþátttaka hjá hinum fyrirtækjunum. Einungis fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum að taka þátt í könnuninni koma til greina í valinu á Fyrirmyndarfyrirtæki eða Fyrirtæki ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt