fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðítíðindi urðu í Hrafnistu í Laugarási þegar 30 ný dagdvalarrými voru tekin þar í notkun, ætluð heilabiluðum. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands um málið, segir meðal annars:

„Opnuð hefur verið í Hrafnistu í Laugarási ný dagdvöl ætluð heilabiluðum með aðstöðu fyrir 30 einstaklinga. Aðstöðunni var komið á fót með breytingum á húsnæði sem ekki var lengur hægt að nýta til reksturs hjúkrunarrýma. Hjúkrunarrýmin voru 11 í aðstöðu sem uppfyllti enganveginn nútímakröfur um aðstæður fólks á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðisráðherra gerði nýsköpun og getuna til að sjá tækifæri í breyttum aðstæðum að umtalsefni í ávarpi sem hún flutti við vígslu deildarinnar.

Nýja dagdvalardeildin á Hrafnistu er kölluð Viðey og dregur heiti sitt af fallegu útsýni út á Sundin þar sem Viðey blasir við. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu segir að vegna langra biðlista eftir dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða á höfuðborgarsvæðinu sé deildin kærkomin viðbót við þá faglegu þjónustu sem einstaklingar með heilabilun þurfi á að halda.

Svandís Svavarsdóttir  heilbrigðisráðherra fagnaði frumkvæði stjórnenda Hrafnistu í ávarpi sem hún flutti við vígsluhátíðina á Hrafnistu í gær, þar sem fjöldi fólks kom saman til að fagna opnun deildarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni