fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Game of Thrones: Að gefa plottinu bylmingshögg

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. maí 2019 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega visst afrek að gera sýningu sjónvarpsþáttar að slíkum heimsviðburði að deilt er um framvindu sögunnar út um alla veröld. En Game of Thrones hefur náð að verða alþjóðlegt menningarfyrirbæri sem á varla sinn líka. Og er til marks um þann hnattvædda heim sem við lifum í.

Viðbrögðin við áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones eru afar misjöfn. Maður heyrir af fólki sem er alveg í sjokki yfir þvi hvernig farið hefur fyrir sumum persónunum. Það munu vera i gangi áskoranir um að þáttaröðin verði einfaldlega sett á hilluna og búin til ný – allt tekið upp á nýjan leik. Svona eru miklar tilfinningar bundnar við þessa sjónvarpsþætti.

En – og hér skulu þeir sem vilja ekki láta skemma fyrir sér síðustu þættina hætta að lesa (Höskuldarviðvörun) – Game of Thrones hefur alltaf gengið út á að koma harkalega á óvart. Að gefa plottinu bylmingshögg þegar minnst varir. Að fórna sögupersónum sem áhorfendur héldu að myndi fara allt öðruvísi fyrir. Það er galdurinn við þættina. Þeir sem ekki hafa smekk fyrir slíku geta einfaldlega horft aftur hinar langdregnu Lord of the Rings myndir þar sem gerist aldrei neitt óvænt.

Hápunktarnir í Game of Thrones hafa verið atriði eins og þegar viðkunnanlegasta persónan í sögunni, dvergurinn Tyrion Lannister, myrðir föður sinn og ástkonu. Blóðbrúðkaupið þar sem er í einu vetfangi stútað sæg af persónum sem maður hélt að myndu bera uppi söguna til endaloka. Og í þessum anda er þátturinn sem var sýndur nú á sunnudag þar sem drottningin Daenarys brennir borgina Kings Landing til grunna – gerist í raun fjöldamorðingi.

Þetta er óvænt, margir áhorfendur eru sjokkeraðir, en í raun algjörlega í anda þessarar stórkostlegu þáttaraðar. Í breskum blöðum er reyndar gert gys að því að fólk hafi verið að nefna stúlkuborn Daenarys eða Khaleese eftir drottningunni ljóshærðu. Það er máski ekki svo gott eftir síðustu vendingar.

Það sem helst mætti gagnrýna við áttundu þáttaröðina er hversu hratt er farið yfir sögu. Framvindan var hægari og jafnari í fyrri þáttum. Má kannski segja að sé pínu fljótaskrift á þessu. Hin mikla orrusta við uppvakningana úr Norðrinu var afgreidd í einum þætti. Hann var býsna magnaður, en maður þarf að hafa sjónvarp með býsna góða upplausn til að sjá allt sem fram fer í myrkrinu og frostþokunni. Og svo hafa reyndar ýmsir orðið til þess að gagnrýna hernaðarlist Jons Snow og liðsmanna hans. Hvaða alvöru herforingi sendir til dæmis stórt riddaralið út í kolniðamyrkur á móti óvini sem vart er hægt að greina? Enda lauk því náttúrlega með algjörri útþurrkun – hún var óneitanlega mjög myndræn en óskiljanleg út frá sjónarmiði herkænsku.

Það er einn þáttur eftir. Hver situr í járnhásætinu að lokum? Maður stólar á að það verði eitthvað óvænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?