fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, hefur falið Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi formanni og ráðherra Framsóknarflokksins, að hafa yfirumsjón með því að framfylgja aðgerðum sem byggja á tillögum vinnuhóps er Jón leiddi um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á innlendum vinnumarkaði. Einnig, þeim aðgerðum er snerta félagsleg undirboð í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasaminga. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Samstarfshópurinn skilaði Ásmundi Einari skýrslu með tillögum til úrbóta í janúar. Þar er lögð áhersla á að stöðva brotastarfsemi á vinnumarkaði hvort sem um er að ræða félagsleg undirboð eða annars konar brot í ljósi sameiginlegra hagsmuna launafólks, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Markmiðið sé að regluverk á vinnumarkaði verði skilvirkt.

Búið er að móta aðgerðaráætlun útfrá tillögunum. Hún felur í sér yfirgripsmikla vinnu og aðkomu margra aðila. Eins varða margar af þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur kynnt að hún muni beita sér fyrir til stuðnings svokallaðra lífskjarasamninga, félagsleg undirboð. Því þykir brýnt að málum verði fylgt eftir með markvissum og ábyrgum hætti og er stefnt að því að allar þær lagabreytingar sem aðgerðirnar kalla á verði lagðar fram á næsta löggjafarþingi.

Jón Sigurðsson var kosinn formaður Framsóknarflokksins árið 2006 eftir að Halldór Ásgrímsson hætti í stjórnmálum. Hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra utan þings frá 2006-2007. Hann sagði af sér formennsku eftir að Framsóknarflokkurinn galt afhroð í kosningunum 2007, hvar hann náði ekki kjöri. Þá var hann Seðlabankastjóri frá 2003-2006.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni