fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ný fjármálastefna í bígerð vegna breyttra forsenda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, sagði við upphaf þingfundar í dag að hallaðist að því að hann þyrfti að leggja fram nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir Alþingi vegna breyttra forsenda í efnahagslífinu undanfarin misseri. Vísaði hann til gjaldþrots WOW air og aukins atvinnuleysis í kjölfarið og spá Hagstofu Íslands um samdrátt á árinu. RÚV greinir frá.

Sagði Bjarni að þetta væri mesta breytingin á milli spágerða frá Hruni, og í ljósi aðstæðna hallaðist hann að því að leggja þyrfti fram nýja fjármálaáætlun. Meginspurningin sneri að því hvort halda ætti sig við form, stefnuna frá árinu 2017, eða hvort líta ætti raunsætt á málið og spyrja:

„Hvað er það í opinberum fjármálum sem kemur að bestu gagni fyrir hagkerfið og fólkið sem býr í þessu landi í dag. Það er alvöru spurningin. Nema menn ætli að vera formalistar.“

Odný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði spurt Bjarna út í stöðu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, en hún á að klárast fyrir þinglok.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins