fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ný bók um fall WOW air inniheldur nýjar upplýsingar um björgunartilraunirnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með himinskautum, ris og fall flugfélagsins WOW air, er vinnutitill nýrrar bókar um fall WOW air flugfélagsins sem Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins hyggst gefa út um næstu mánaðarmót. Frá þessu er greint í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins.

Verður bókin um og yfir 300 blaðsíður og mun innihalda nýjar áður óbirtar upplýsingar sem varpa frekara ljósi á aðdragandann að falli WOW air og þær tilraunir sem gerðar voru til að halda fyrirtækinu gangandi.

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, gaf ekki kost á samstarfi við vinnslu bókarinnar, en rætt var við tugi annarra einstaklinga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti.

Stefán Einar var formaður VR frá 2011 til 2013 en hefur starfað hjá Morgunblaðinu frá 2015. Hann er með meistaragráðu í viðskiptasiðfræði frá HÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki