fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

ASÍ harmar viðbrögð atvinnurekenda vegna kjarasamninga: „Lýsa því beinlínis yfir að þeir hyggist ekki efna þá“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 19:00

Drífa Snædal, forseti ASÍ Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem í kjölfar nýgerðra kjarasamninga hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna að sögn vegna þess kostnaðarauka sem til kemur vegna gildistöku samninganna,“

segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar er skorað á atvinnurekendur að draga til baka þær uppsagnir sem gerðar hafa verið og ætlast til þess að samingar séu efndir:

„Miðstjórn leggur áherslu á, að aðilar vinnumarkaðarins semja og gera kjarasamninga í góðri trú um að við undirritun þeirra verði af báðum aðilum unnið að staðfestingu þeirra og í framhaldinu að því að hrinda þeim í framkvæmd skv. efni sínu.

Þeir atvinnurekendur sem gripið hafa til uppsagna á ráðningarkjörum starfsmanna sinna nú í kjölfar undirritunar og samþykkis kjarasamninga ganga gegn markmiðum samninganna og lýsa því beinlínis yfir að þeir hyggist ekki efna þá.

Miðstjórn ASÍ skorar á viðkomandi atvinnurekendur að draga nú þegar til baka allar uppsagnir byggðar á framangreindum forsendum. Jafnframt áskilur ASÍ öllum aðildarsamtökum sínum rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna þess ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá og hrinda í framkvæmd. Jafnframt er samtökunum áskilinn réttur til þess í kjölfarið að hefja aðgerðir til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við viðkomandi aðila og beita til þess öllum tiltækum og lögmætum þvingunaraðgerðum til þess að knýja á um gerð þeirra, þar með talið með verkföllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir