fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Verðandi aðstoðarmaður Landlæknis: „Óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins, Kjartan Hreinn Njálsson, sem ráðinn hefur verið aðstoðarmaður Ölmu Möller, landlæknis, fjallar um heitasta mál liðinna daga í leiðara dagsins, sem er frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof fram að 23. viku meðgöngu, sem samþykkt var á Alþingi í gær.

Afstaða Kjartans rímar að mestu við málflutning þeirra þingmanna og umsagnaraðila sem voru fylgjandi frumvarpinu, þar á meðal embætti Landlæknis, þar sem áherslan er lögð á frelsi kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama.

Kjartan Hreinn virðist hinsvegar vilja ganga lengra en frumvarpið segir til um, sé það vilji konunnar og afnema öll tímamörk á þungunarrofi, líkt og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur einnig sagst vilja gera:

„Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin.“

Með öðrum orðum, þá veltir Kjartan upp þeim möguleika að konur geti rofið meðgöngu sína hvenær sem er á meðgöngunni, óháð tímamörkum og þess vegna mættu þær gangast undir þungunarrof á 38.-42. viku, þó ólíklegt verði að teljast að slíkt sé eftirsóknarvert hjá konum ef fóstrið sé heilbrigt og ógni ekki heilsu þeirra.

„Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum,“

segir Kjartan ennfremur.

Þungunarrof hluti af samfélaginu

Þá segir hann þungunarrof hluta af samfélagsgerð Íslands, nú sem fyrr, og segir ákvörðunina einungis konunnar og tekur þar með undir þau kvenfrelsissjónarmið sem fylgjendur frumvarpsins hafa haldið á lofti.

„Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft,“

segir Kjartan og bætir við:

„Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið.“

Kjartan nefnir einnig það sem haldið hefur verið á lofti af fylgjendum frumvarpsins, að ekkert bendi til þess samkvæmt rannsóknum að konur muni nýta sér þennan rýmri tímaramma til að fara í þungunarrof frekar en áður fyrr og segir Alþingi hafa sent konum skýr skilaboð:

„Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni