fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Roundup veldur krabbameini segja dómstólar – Efnið selt á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið deilt um skaðsemi illgresiseyðisins Roundup sem inniheldur efnið glýfósat, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sagt að valdi „líklega“ krabbameini.

Roundup hefur verið framleitt síðan í byrjun áttunda áratugarins af bandaríska fyrirtækinu Monsanto. Þýski lyfja- og líftæknirisinn Bayer keypti fyrirtækið í fyrra á 56 milljarða evra.

Roundup var bannað í Frakklandi í janúar 2019 og nú hefur Bayer/Monsanto verið gert að greiða hjónum í Kaliforníufylki alls tvo milljarða dollara, um 250 milljarða króna, í skaðabætur þar sem efnið hafi valdið þeim krabbameini, eftir um 30 ára notkun, en þau greindust bæði með eitilfrumuæxli.

Er þetta þriðja skiptið sem fyrirtækinu er dæmt að greiða skaðabætur vegna efnisins síðan í fyrra, en efnið er sagt hafa valdið vansköpun hjá fjölda barna í Argentínu ásamt mýmörgum öðrum ásökunum víða um heim.

Til sölu á Íslandi

Roundup hefur lengi verið til sölu á Íslandi. Árið 2015 sagðist Vegagerðin ætla að draga úr notkun þess, en efnið hefur verið notað til að eyða gróðri í vegköntum. Hefur það ekkert verið notað eftir árið 2016, samkvæmt nýjum svörum frá Vegagerðinni.

Á vef Matvælastofnunar er að finna upplýsingar um glýfósat, en ekkert af efninu greindist í þremur sýnum sem tekin voru árið 2106 en þar er efnið sagt hættulegt:

„Já, sérstaklega þeim sem vinna með glýfosat, við að blanda og úða því eða vinna á ökrum með erfðabreyttum jurtum sem eru úðaðir oft á vaxtartímanum. Það má búast við að einhverjar leifar séu enn til staðar þegar matvælin koma á diskinn okkar. En reglur eru skýrar um leyfða notkun og hversu mikið magn er leyfilegt í matvælum. Vel er fylgst með ræktun og matvælum á markaði í Evrópu. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir í áhættumati sínu 2018 að miðað við það magn sem finnst í matvælum í Evrópu stafi heilsu almennra neytenda ekki hætta af glýfosati.“

Roundup ekki sama og Roundup

Roundup efnið er selt í Garðheimum. Að sögn Jónu Bjarkar Gísladóttur, markaðsstjóra Garðheima, er efnið sem þar er selt þó ekki eins sterkt og það sem notað hefur verið í landbúnaði, til dæmis í Bandaríkjunum. Þar hafi það verið sett nánast óblandað í tanka og dreift með flugvélum, en það sé mun sterkara efni en sé selt úr hillum hér á landi.

Jóna segir að Roundup brúsarnir innihaldi vissulega glýfósat, en fyrirtækið fari eftir þeim lögum og reglum sem gildi hér á landi auk þess að veita öllum kaupendum ráðgjöf um notkun efnisins:

„Það sem fólk veit kannski ekki alltaf er að þetta er ekki sambærilegt efni og það sem notað er í landbúnaði. Það sem við erum að selja er miklu mun vægari útgáfa og við seljum það alltaf með leiðbeiningum, það eru garðyrkjufræðingar sem afgreiða þetta,“

segir Jóna og ítrekar að efnið sé efst í hillunum og sé geymt í sérstöku rými fjarri alfaraleið í búðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni