fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Söngur Vinstri grænna er eins og slæm tímaskekkja segir Kolbrún

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 07:55

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali í þættinum Hardtalk hjá breska ríkissjónvarpinu BBC. Þar ræddi hún eitt og annað varðandi Ísland og þar á meðal að landið sé herlaust. En í þeirri umræðu lenti Katrín í vandræðum með að útskýra afstöðu Vinstri grænna til aðildar Íslands að NATO.

Þetta er eitt meginviðfangsefnið í pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag en hann ber heitið Tímaskekkja.

Kolbrún segir Katrínu hafa verið mælska, rökfasta, skynsama og jarðbundna í Hardtalk og með sterka útgeislun, einmitt eins og forsætisráðherrar eiga að vera. Hún víkur síðan að umræðunni um herleysið og NATO.

„Hér á árum áður var sungið af krafti gegn þessu bandalagi: Ísland úr NATO, en í dag á slíkt kvak lítinn hljómgrunn meðal landsmanna. Innan Vinstri grænna kyrja menn þó enn þennan söng sem hljómar eins og slæm tímaskekkja. Jafn skelegg og skörp og Katrín Jakobsdóttir er þá fór ekki hjá því að hún lenti í nokkrum vandræðum með að útskýra fyrir spyrjandanum í Hardtalk afstöðu Vinstri grænna til NATO. Andstaða flokksins við þetta mikilvæga varnarbandalag er svo mikil tímaskekkja að það er nánast ómögulegt að útskýra hana þannig að hún hljómi skynsamlega. Forsætisráðherra reyndi það en tókst ekki.“

Segir Kolbrún og segir að málstaðurinn sem Katrín reyndi að verja sé svo laus við allt raunsæi að hann geti ekki hljómað eins og raunverulegur valkostur fyrir litla þjóð í norðri.

„Það er sannarlega rétt að gleðjast yfir því að Ísland skuli vera herlaust land því slíkt er ekki sjálfgefið í hættulegum heimi. Um leið er brýn nauðsyn að Ísland sé hluti af varnarbandalaginu NATO. Óskin um að Ísland gangi úr NATO er óraunhæf, enda draumsýn og yrði hún einn daginn að raunveruleika byði það alls kyns hættum heim. Stjórnvöldum ber skylda til að tryggja öryggi og varnir lands síns og þjóðar sinnar. Lítil þjóð sem vill ekki eiga her verður að eiga samvinnu við önnur ríki sem eru henni velviljug. Ísland á því heima í NATO.“

Segir Kolbrún og víkur síðan að því sem hún segir vera rómantíska draumsýn Vinstri grænna.

„Hugmyndir Vinstri grænna um að kveðja bandalagið byggja á mjög svo rómantískri draumsýn um heim þar sem allir eru vinir og ekkert er að. Hver sá sem horfir á sjónvarpsfréttatíma veit að heimurinn er ekki þannig. Þetta ættu Vinstri græn að gera sér ljóst. Samt eru flokksmenn enn að daðra við úrsögn úr NATO – stefnumál sem engin ríkisstjórn á Íslandi mun nokkru sinni samþykkja. Í stjórnarandstöðu er úrsögn úr NATO draumórabaráttumál vinstri flokks sem vill skapa herlausan heim. Þegar flokkur sem hefur þetta á stefnuskrá sinni kemst í ríkisstjórn verður þessi stefna beinlínis vandræðaleg, eins og kemur berlega í ljós þegar formaður þessa flokks og forsætisráðherra landsins þarf að svara fyrir hana erlendis. Sennilega er til of mikils mælst að Vinstri græn sýni raunsæi og kveðji þetta óskynsamlega stefnumál sitt. Þau vilja örugglega kyrja áfram á flokksfundum: Ísland úr NATO, og það svo sem flestum að meinalausu. Í ríkisstjórnarsamstarfi hljómar slíkt tal hins vegar eins og óráðshjal. Enginn á að gera sér betur grein fyrir því en forsætisráðherra landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“