fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Reykjavíkurborg setur nýjar reglur um félagslegt leiguhúsnæði

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti  2. maí sl. nýjar reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Nýjar reglur ná yfir allt félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík og er þar átt  við almennt félagslegt leiguhúsnæði, húsnæði fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir aldraða og húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Helstu nýmæli í nýjum reglum eru t.d. að matsviðmið varðandi félagslegt leiguhúsnæði eru gerð ítarlegri og skýrari. Húsnæði fyrir fatlað fólk er skipt í tvo flokka; sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Við úthlutun á þjónustuíbúðum aldraða verður aðaláherslan lögð á þörfina fyrir þjónustu og stuðning sem ekki er hægt að veita í núverandi húsnæði. Húsaleigusamningar fyrir almennt félagslegt leiguhúsnæði verða nú gerðir fyrst til þriggja ára en voru áður ótímabundnir. Samningarnir verða síðan að jafnaði gerðir ótímabundnir eftir fyrstu þrjú árin.

Nýjar reglur leysa af hólmi reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða og reglur um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur.

Reglurnar voru unnar í samvinnu við hagsmunasamtök, t.d. Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Geðhjálp, Félag eldri borgara og Öldungaráð Reykjavíkur.

Nýjar reglur taka gildi þann 1. júní næstkomandi.

Nýjar reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni